Brautarholti 22, 105 Reykjavík • Sími: 551 4003 • thorshamar@thorshamar.is


  Aðalsíða
  Á döfinni
  Um félagið
    —Karate
    —Shotokan karate
  Orðalisti
  Dojo-kun
  Gráðunarkröfur
  Karatesaga Íslands
  Úrslit úr mótum
  Tenglar
  Myndir
  Spjall
  Půstlisti

 
 

Er karate fyrir alla?

Karate er hægt að iðka sem sjálfsvörn, keppnisíþrótt eða hreinlega líkamsrækt, allt eftir því hvaða markmið iðkandinn setur sér. Hjá Þórshamri æfir fólk úr öllum aldurshópum, frá sex ára og fram yfir sextugt. Dæmi eru um að þrír ættliðir úr sömu fjölskyldu æfi saman. Hverjum og einum er í sjálfsvald sett hversu hart hann leggur að sér. Gráðupróf eru haldin þrisvar á ári en ekki er skylda að gangast undir próf svo oft. Þeir sem vilja fara hægar í sakirnar geta tekið sér þann tíma sem þeim hentar fyrir hvert próf.
Ástundun karate eykur snerpu, þol og liðleika. Mikil áhersla er lögð á góðar teygjuæfingar og það er útbreiddur misskilningur að stirðleiki setji væntanlegum karateiðkendum stólinn fyrir dyrnar. Auk þess að vera upplögð líkamsrækt getur karate verið mjög alhliða áhugamál.
    © Karatefélagið Þórshamar • Gestir síðan 1.jan 2001