Brautarholti 22, 105 Reykjavík • Sími: 551 4003 • thorshamar@thorshamar.is


  Aðalsíða
  Á döfinni
  Um félagið
  Um karate
  Orðalisti
  Gráðunarkröfur
  Karatesaga Íslands
  Úrslit úr mótum
  Tenglar
  Myndir
  Spjall
  Půstlisti

 
 

Dojo-kun

Hinar fimm lífsreglur karateiðkenda

 


 

Skýringar

Þessar fimm lífsreglur lýsa andlegri áherslu í karateþjálfun sem mótvægi við hina líkamlegu þjálfun sem hlotnast með ástundun karate. Það er sagt að höfnun á þessum lífsreglum geti leitt til neikvæðra áhrifa bæði fyrir þann sem stundar karate og karate í heild sinni.

Dojo kun er sagt við lok hverrar æfingar og á ávallt að bera þær fram með ákveðni og styrk, en venjulega er það hæst gráðaði nemandinn sem segir þær og hópurinn hefur þær eftir.

Hér fyrir neðan má finna stuttar skýringar á þeim skilaboðum sem sensei Funakoshi vildi koma á framfæri með Dojo kun, þessar skýringar auðvelda skilning á því hvað Dojo kun standa fyrir.

Að fullkomna skapgerðina

Í stað hraða, krafts og líkamlegra hæfileika lagði sensei Funakoshi áherslu á að fullkomna skapgerð sína, það væri hið sanna markmið karate. Í skrifum hans kom fram að karate hjálpaði honum að haga sér í öllum aðstæðum í anda góðra mannasiða og með fullri sjálfsstjórn.

Að vera einlægur

Árangur í karate á að vera einlægur en ekki spurning um eigin upphefð. Oft er sagt að sumir kennarar í sjálfsvarnaríþróttum telji sig hafa hæfileika og þekkingu umfram það sem þeir í raun hafa, ásamt því að hafa stundum veitt nemendum sínum jafnháa stöðu. Slík hugsun hefur lítið gildi. Eina leiðin til árangurs er vandleg og einbeitt ástundun.

Að leggja sig allan fram

Til að ná hámarksárangri og þróun ætti karateiðkandi að líta á þjálfun sína sem lífstíðarleið að árangri í stað þess að líta á æfingar sem stundargaman eða áhugamál. Karateþjálfun er leið fyrir einstaklinga til að ná markmiði sínu – fullkomnun á sjálfum sér.

Að bera virðingu fyrir öðrum

Góðir mannasiðir ásamt virðingu eru ávallt góðir kostir en þessir þættir eru mjög mikilvægir við iðkun karate. Sensei Funakoshi lagði áherslu á að karate byrjaði og endaði með kurteisi. Þetta endurspeglast í því að í karate hneigja menn sig fyrir hvor öðrum hvort sem það er inni í sal eða þá í keppni, við berum virðingu fyrir öðrum. Við erfiðar aðstæður getur kurteisi komið í veg fyrir hugsanlegt ofbeldi og hættu.

Að aga sjálfan sig

Hver karateiðkandi þarf að hugsa um þá kunnáttu sem hann hefur öðlast og hvenær hann beitir henni. Karateiðkandi þarf að aga sig og hegða sér skynsamlega í hverri þeirri aðstöðu sem hann lendir. Karateiðkandi á ekki að koma sér í aðstöðu þar sem grípa þarf til valds eða ofbeldis. Þetta á ekki við ef beita þarf valdi til að verja sjálfan sig eða aðra. Þetta táknar að forðast eigi valdbeitingu í lengstu lög því það er sagt að með því að skaða aðra skaðir þú sjálfan þig í leiðinni.

 

 

     © Karatefélagið Þórshamar •