Brautarholti 22, 105 Reykjavík • Sími: 551 4003 • thorshamar@thorshamar.is


  Sumar-leikjanámskeið!!
  Byrjendanámskeið!
  Æfingataflan
  Á döfinni
  Um félagið
  Um karate
  Orðalisti
  Dojo-kun
  Gráðunarkröfur
  Karatesaga Íslands
  Úrslit móta
  Tenglar
  Myndir
  Spjall
  Póstlisti


  Byrjendanámskeið hefjast í byrjun janúar og september ár hvert. Sláðu inn netfangið þitt í reitinn hér að neðan og við sendum þér tölvupóst rétt áður en næsta byrjendanámskeið hefst...  
   Netfang:
   






Facebook síða Þórshamars

 


 
 

Senda tölvupóst með ábendingu um frétt29.12.2008

Lars Henriksen kemur og þjálfar alla vorönnina í Þórshamri!

Náðst hefur samkomulag við Lars Henriksen um að koma og þjálfa hjá okkur alla vorönnina 2009.

Kennsla hefst í öllum hópum mánudaginn 5. janúar og mun Lars sjá um kennslu í öllum fullorðinshópum auk þess að sjá einnig um stóran hluta af unglingakennslunni.

Það er gríðarleg lyftistöng fyrir félagið að fá hann til okkar enda vakti hann mikla hrifningu félagsmanna þegar hann heimsótti okkur í september sl.

Lars er 26 ára að aldri og er margfaldur Danmerkurmeistari í kata auk þess sem hann hefur einnig verið í verðlaunasætum í kumite í sínum þyngdarflokki á Danmerkurmeistaramótum undanfarin ár. Hann var valinn til þess að keppa fyrir hönd Dana í kata á nýafstöðnu heimsmestaramóti sem fram fór í Tokyo í nóvember sl.

Á sama tíma og flest íþróttafélög eru að senda heim erlenda þjálfara og leikmenn þá er þetta vissulega djarft í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. En við treystum því að þetta verði til þess að auka enn frekar aðsókn á æfingar og laða að okkur fleiri félagsmenn. Enda er Karate einkar hentug líkamsrækt nú í kreppunni þar sem æfingagjöldin hjá okkur eru að sjálfsögðu áfram á "gamla genginu".

Nú hvetjum við því alla félagsmenn að hjálpa til við að fylla alla byrjendahópa og draga jafnframt gamla félaga aftur í gallann!

-> Fréttatilkynning um komu Lars Henriksen til Þórshamars.

-> Frétt á mbl.is um ráðningu Lars Henriksen til Þórshamars.

(Smellið á myndina hér til hliðar til að sjá myndband af Lars að sýna Kanku Sho á 25 ára afmæli félags síns, Saiko Odense. )

 

Senda tölvupóst með ábendingu um frétt28.12.2008

Byrjendanámskeiðin hefjast 7. og 8. janúar

Æfingar hefjast á fullu skv. nýrri stundaskrá mánudaginn 5. janúar.

Byrjendanámskeið barna og unglinga hefjast miðvikudaginn 7. janúar. Börn 6-9 ára kl. 17:10 og unglingar kl. 18:00. Byrjendanámskeið fullorðinna hefst fimmtudaginn 8. janúar kl. 20:15.

Öllum velkomið að mæta frítt í einn prufutíma!

Smellið á hnappinn hér fyrir neðan til að skrá ykkur á byrjendanámskeið:

 

Senda tölvupóst með ábendingu um frétt11.12.2008

Æfingar fullorðinna fram að jólum

Nú sameinum við alla fullorðinshópana fram að jólum og æfum á eftirfarandi tímum:

- Föstudagur 12. des. kl. 19:00
- Mánudagur 15. des. kl. 19:00
- Miðvikudagur 17. des. kl. 19:00
- Föstudagur 19. des. kl. 19:00 (síðasta æfing fyrir jól)

Ath. að æfing byrjenda sem verið hefur á laugardögum kl. 13:00 fellur niður héðan í frá. Vonumst til að sjá sem flesta á æfingum fram að jólum þrátt fyrir allt jólaannríkið.

 

Senda tölvupóst með ábendingu um frétt10.12.2008

Jólaglögg Þórshamars

Að venju verður jólaglögg Þórshamars haldið með viðhöfn laugardaginn 13. desember og hefst kl. 21:00 í húsakynnum Þórshamars. Allir núverandi og fyrrverandi félagar (18 ára og eldri) velkomnir!

 

Senda tölvupóst með ábendingu um frétt08.12.2008

Lars Henriksen til Þórshamars á næstu önn?

Við stöndum nú frammi fyrir einstöku tækifæri í Þórshamri.

Við viljum biðja iðkendur í fullorðinshópum um að skoða eftirfarandi tilkynningu og vonum að sem flestir taki jákvætt í þessa áskorun til félagsmanna.

www.thorshamar.is/askorun

 

Senda tölvupóst með ábendingu um frétt07.12.2008

Jólakeila fyrir alla unglingahópana

Laugardaginn 13. des. kl. 17:00 verður jólaskemmtun unglingahópa en að þessu sinni verður farið í keilu í Öskjuhlíðinni. Þórshamar niðurgreiðir skemmtunina að vanda og kostar þetta því aðeins 500 kr. á mann. Eftir keiluna verður boðið upp á veitingar í matsal keiluhallarinnar og er það innifalið í miðaverðinu.

Vinsamlegast skráið ykkur og greiðið í afgreiðslunni í síðasta lagi á föstudag.

Lokaæfing unglingahópanna, bæði framhald og byrjendur, verður sama dag kl. 12:00 og verður að sjálfsögðu farið í Tarzanleik!

 

Senda tölvupóst með ábendingu um frétt06.12.2008

Jólaskemmtun barnahópa á laugardag

Laugardaginn 13. desember verður haldin árleg jólaskemmtun barnahópanna. Að þessu sinni munum við fá til okkar í húsnæði Þórshamars leikhóp frá Möguleikhúsinu sem ætlar að sýna leikritið Hvar er Stekkjastaur.

Sýningin hefst á slaginu 15:00 og er því mæting kl. 14:40. Þórshamar niðurgreiðir miðaverðið niður í aðeins 500 kr. Foreldrar og aðrir velunnarar eru hjartanlega velkomnir með og fá þeir sama tilboð á miðaverði. Iðkendur í fullorðnishópum sem eiga börn á aldrinum 5-10 ára eru einnig velkomnir með sín börn.

Sniðugt er að mæta með eitthvað að maula, s.s. smákökur og gos. Skráning er þegar hafin í afgreiðslu Þórshamars og í tölvupósti með því að svara þessum pósti, og mælum við með því að taka frá miða sem fyrst. Borga þarf við skráningu.

Frekari upplýsingar um sýninguna má sjá hér

 

Eldri fréttir...



    © Karatefélagið Þórshamar •