Sólveig, Jón Ingi og Auður Olga
 

Þórshamar varði unglingameistaratitilinn í kumite

Þórshamar varði unglingameistaratitil sinn örugglega á unglingameistaramótinu í kumite (frjálsum bardaga) sem fram fór í Víkinni, íþróttahúsi Víkings, sunnudaginn 30. október 2005. Mótið var fjölmennt en rúmlega 80 keppendur tóku þátt. Keppendur Þórshamars skiluðu alls 48 stigum í hús, en í öðru sæti varð Fylkir með 18 stig og Víkingur í því þriðja með 13 stig. Alls unnu keppendur Þórshamars 5 gull, 2 silfur og 3 brons á mótinu.

Sólveig Sigurðardóttir varð unglingameistari í flokki kvenna (junior) f.1985-1987 og Auður Olga Skúladóttir varð í öðru sæti. Þetta var síðasta unglingamót þeirra Sólveigar og Auðar Olgu og sjötti unglingameistaratitilill Sólveigar í röð. Sannarlega stórkostleg frammistaða. Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir varð unglingameistari í flokki stúlkna (kadett) f. 1988-1989 og Hekla Helgadóttir sigraði í flokki stúlkna f. 1990-1991. Í þeim flokki varð Heiður Anna Helgadóttir í 4. sæti.

Í flokki eldri pilta (kadett) f. 1988-1989 varði Gunnar Lúðvík Nelson unglingameistaratitil sinn þriðja árið í röð og Tómas Lee Róbertsson hafnaði í þriðja sæti í flokki eldri pilta (junior) f. 1985-1987. Í flokki pilta f. 1990 skipuðu liðsmenn Þórshamars sér í öll fjögur efstu sætin. Áslákur Ingvarsson sigraði flokkinn, Jón Ingvi Seljeseth varð í öðru sæti, Steinar Logi Helgason í því þriðja og Arnljótur Björn Halldórsson í fjórða sæti. Í flokki pilta f. 1991 hafnaði Davíð Örn Halldórsson í þriðja sæti, Aron Þór Ragnarsson hafnaði í fjórða sæti í flokki pilta f. 1992 og Jakob Gunnarsson hafnaði einnig í fjórða sæti í flokki pilta f. 1993.

Sigurlið Þórshamars
Sigurreifir keppendur Þórshamars

Þórshamar óskar keppendum sínu innilega til hamingju með frábæran árangur og unglingameistaratitlana.

Fyrstu fjögur sætin í öllum flokkum:

Drengir f. 1993
1. Kristján Helgi Carrasco, Afturelding
2. Egill Birnir Björnsson, Fylkir
3. Tómas Tryggvason, Breiðablik
4. Jakob Gunnarsson, Þórshamar

Drengir f. 1992
1. Steinar Valur Bjarnason, Fylkir
2. Arnar Freyr Nikulásson, Breiðablik
3. Hákon Logi Herleifsson, Fylkir
4. Aron Þór Ragnarsson, Þórshamar

Piltar f. 1991
1. Arnór Ingi Sigurðsson, Haukar
2. Birkir Ólafsson, Völsungur
3. Davíð Örn Halldórsson, Þórshamar
4. Goði Ómarsson, KFR

Piltar f. 1990
1. Áslákur Ingvarsson, Þórshamar
2. Jón Ingvi Seljeseth, Þórshamar
3. Steinar Logi Helgason, Þórshamar
4. Arnljótur Björn Halldórsson, Þórshamar

Eldri piltar (kadett) f. 1988-1989
1. Gunnar Lúðvík Nelson, Þórshamar
2. Guðbjartur Ísak Ásgeirsson, Haukar
3. Andri Valur Guðjohnsen, Víkingur
4. Andri Bjartur Jakobsson, KFR

Karlar (junior) f. 1985-1987
1. Diego Björn Valencia, Víkingur
2. Kostas Petrikas, Víkingur
3. Tómas Lee Róbertsson, Þórshamar
4. Brynjar Aðalsteinsson, KFR

Telpur f. 1992-1993
1. Jóhanna Brynjarsdóttir, Fylkir
2. Gunnhildur Hjördís Grétarsdóttir, Fylkir
3. Dagný Björk Egilsdóttir, KAK
4. Aðalheiður Rósa Harðardóttir, KAK

Stúlkur f. 1990-1991
1. Hekla Helgadóttir, Þórshamar
2. Bergþóra Sveinsdóttir, KAK
3. Ása Katrín Bjarnadóttir, KAK
4. Heiður Anna Helgadóttir, Þórshamar

Eldri stúlkur (kadett) f. 1988-1989
1. Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir, Þórshamar
2. Helena Montazeri, Víkingur
3. Guðrún Birna Ásgeirsdóttir, KAK
4. Guðrún Óskarsdóttir, Breiðablik

Konur (junior) f. 1985-1987
1. Sólveig Sigurðardóttir, Þórshamar
2. Auður Olga Skúladóttir, Þórshama
r

Heildarstig félaga

1 Þórshamar 41
2 Fylkir 18
3 Víkingur 13
4 KAK 10
5 Haukar 8
6 Breiðablik 6
7 Afturelding 5
8 KFR 3
9 Völsungur 3
10 Fjölnir 0