Brautarholti 22, 105 Reykjavík • Sími: 551 4003 • thorshamar@thorshamar.is


  Sumar-leikjanámskeið!!
  Byrjendanámskeið!
  Æfingataflan
  Á döfinni
  Um félagið
  Um karate
  Orðalisti
  Dojo-kun
  Gráðunarkröfur
  Karatesaga Íslands
  Úrslit móta
  Tenglar
  Myndir
  Spjall
  Póstlisti


  Byrjendanámskeið hefjast í byrjun janúar og september ár hvert. Sláðu inn netfangið þitt í reitinn hér að neðan og við sendum þér tölvupóst rétt áður en næsta byrjendanámskeið hefst...  
   Netfang:
   






Facebook síða Þórshamars

 


 
 

Senda tölvupóst með ábendingu um frétt31.08.2007

Vetrarstarfið að hefjast!

Þriðjudaginn 4. september fer allt í fullan gang hjá okkur aftur. Kennsla hefst skv. nýrri og talsvert breyttri stundaskrá.

Helstu breytingarnar eru þær að framhaldshópar fullorðinna (I.flokkur og II.flokkur) eru sameinaðir í einn flokk og sömuleiðis framhaldshópar barna. Á móti kemur að við lengjum æfingar fullorðinna upp í 90 mín. og munum að öllu jöfnu nota síðasta hluta tímans sérstaklega fyrir þá hæst gráðuðu í hvorum hópi fyrir sig.

Á þriðjudögum og föstudögum verða opnar æfingar kl. 18:10 sem verða ýmist notaðar fyrir undirbúning fyrir keppni, gráðun eða að þær verða opnar fyrir þá sem vilja koma og æfa sig sjálfir án þjálfara. Efni þessara æfinga verður auglýst sérstaklega jafnóðum.

Kennarar á haustönn verða m.a. Ásmundur Ísak Jónsson, Einar Hagen, Edda Blöndal, Jón Ingi Þorvaldsson, Birkir Jónsson, Magnús Blöndal o.fl.

Og þá er bara að hrista af sér sumarslenið, grafa upp karategallann og drífa sig á æfingu!

 

Senda tölvupóst með ábendingu um frétt30.08.2007

Gráðun mánudaginn 3.sept kl. 19:00

Þá er komið að gráðun fyrir þá sem hafa verið að æfa í sumar. Gráðunin fer fram kl. 19:00 mánudaginn 3.sept. og fellur æfing niður í staðinn.

Við viljum biðja alla um að mæta amk. 20 mín. fyrir gráðunina, eða kl. 18:40, svo hægt sé að ganga frá skráningum í tæka tíð.

 

Senda tölvupóst með ábendingu um frétt13.08.2007

Útiæfing á Miklatúni kl. 18:00 í dag

Breytum aðeins til í góða veðrinu í dag og æfum úti á Miklatúni. Veðurspáin gerir ráð fyrir 16°c hita og hægri norðaustan átt þ.a. það gerist ekki mikið betra.

Æfingin hefst kl. 18:00 og á eftir æfinguna skellum við okkur í heita pottinn í Nauthólsvík en þar er opið til kl. 20:00 og hægt er að fara í sturtu þar á eftir. Við verðum í norðausturhluta Miklatúns (horninu sem er næst Þórshamri).

 

Eldri fréttir...



    © Karatefélagið Þórshamar •