Brautarholti 22, 105 Reykjavík • Sími: 551 4003 • thorshamar@thorshamar.is


  Á döfinni
  Um félagið
  Um karate
  Orðalisti
  Dojo-kun
  Gráðunarkröfur
  Karatesaga Íslands
  Úrslit úr mótum
  Tenglar
  Myndir
  Spjall
  Póstlisti

 




 Næstu byrjendanámskeið hefjast í byrjun janúar 2005. Sláðu inn netfangið þitt í reitinn hér að neðan og við sendum þér tölvupóst um áramótin til að minna þig á það...  
   Netfang:
   

 


 
 

31.10.04

Frábær árangur á UM í kumite



Unglingameistaramótið í kumite fór fram í dag í íþróttahúsinu við Varmá í Mosfellsbæ. Þórshamar átti 9 keppendur á mótinu og unnu þeir allir til verðlauna. Einnig skiluðu þau félaginu titlinum Unglingameistari félaga í kumite árið 2004!

Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan glæsta árangur. Smellið á myndina af þessum vígreifa hóp til að skoða myndir sem teknar voru á mótinu.

 

26.10.04

Sensei Poh Lim kemur um helgina

Sensei Poh Lim, 6.dan, kemur í óvænta heimsókn í lok vikunnar og kennir á öllum æfingum á föstudag og frá kl. 11-15 á laugardag.

Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem Sensei Poh Lim sækir okkur heim en hann kom hingað í febrúar og hélt æfingabúðir í Þórshamri og kom einnig í júlí og þjálfaði á æfingabúðunum á Laugarvatni.

Æfingarnar eru öllum félögum í Þórshamri að kostnaðarlausu að þessu sinni og eru allir hvattir eindregið til að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara.

 

25.10.04

Sólveig og Jonni efst að stigum

Fyrsta bikarmót vetrarins fór fram í gær í íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum. Sólveig Sigurðardóttir sigraði bæði í +57kg. flokki í kumite og kata og er efst í flokki kvenna með fullt hús stiga eða 10 stig.

Jón Ingi sigraði í +74kg. flokki í kumite og varð annar í kata og er efstur með 8 stig í flokki karla.

Aðrir sem unnu til verðlauna úr Þórshamri voru Daníel Pétur Axelsson sem varð þriðji í kata og í öðru sæti í -74kg. flokki í kumite, Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir sem varð efst í -57kg. flokki í kumite, Auður Olga Skúladóttir sem varð önnur í bæði kata og +57kg. flokki í kumite og Elín Elísabet Torfadóttir sem náði þriðja sæti í kata.

Þátttaka í mótinu var mjög góð og er þetta líklega fjölmennasta bikarmót sem haldið hefur verið. Næsta bikarmót fer fram í apríl 2005 og ræðst þá hverjir hljóta bikarmeistaratitilinn á þessu keppnistímabili.

Ef smellt er á meðfylgjandi mynd má sjá nokkrar fleiri myndir sem teknar voru af verðlaunaafhendingu eftir mótið.

 

23.10.04

Mótavertíðin að hefjast

Nú er mótavertíðin að komast í fullan gang og á morgun og næstu þrjár helgar verða eftirtalin mót:
  • 24. okt. - 1.Bikarmót KAÍ
  • 31. okt. - Unglingamótið í kumite
  • 06. nóv. - Íslandsmótið í kumite
  • 14. nóv. - Shotokan mót barna og unglinga
Bikarmótið á morgun fer fram í Íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum og hefst kl. 15:00 en keppendur og starfsmenn mæta kl. 14:00! Skráning á mótið fer fram á mótsstað kl. 14:00-14:30.

Þeir sem ekki ætla að keppa eru að sjálfsögðu hvattir til að koma og fylgjast með spennandi keppni og hvetja keppnisfólk okkar til dáða.

Á síðunni "á döfinni" má finna nánari upplýsingar um mót og aðra atburði sem eru framundan.

 

19.10.04

Á æfingu með danska landsliðinu

Landslið Íslands í Karate fór um helgina í æfingaferð til Álaborgar en Allan Busk landsliðsþjálfari okkar er búsettur þar ásamt stórum hluta danska landsliðsins.

Í ferðina fóru allir meðlimir landsliðs og unglingalandsliðs okkar í kumite. Okkar fólk í landsliði fullorðinna eru þau Edda Blöndal og Jón Ingi Þorvaldsson, í unglingalandsliðinu eru síðan Sólveig Sigurðardóttir og Ingibjörg Arnþórsdóttir.

Edda og Jonni æfa nú á fullu fyrir heimsmeistaramótið í Karate en það fer fram í Monterrey í Mexíkó dagana 18.-21.nóv. nk.

Ef smellt er á meðfylgjandi mynd má sjá nokkrar fleiri myndir sem teknar voru um helgina.

 

4.10.04

Góður árangur á Bohemia Cup í Prag

Landslið Íslands í Karate átti þrjá keppendur á alþjóðlega mótinu Bohemia Cup í Prag í Tékklandi um helgina. Það voru þau Edda Blöndal, Sólveig Sigurðardóttir og Jón Ingi Þorvaldsson, öll úr Karatefélaginu Þórshmari. Edda og Sólveig kepptu í +60 kg. flokki og opnum flokki kvenna og Jón Ingi keppti í -75 kg. flokki og opnum flokki karla. Sólveig og Edda deildu þriðja sætinu í opnum flokki kvenna og Jón Ingi vann einnig til bronzverðlauna í opnum flokki karla.

Bæði Sólveig og Jón Ingi kepptu síðan einnig um þriðja sætið í sínum þyngdarflokkum en misstu bæði naumlega af verðlaunasæti þar. Að auki keppti Edda með liði Svía í liðakeppni og lentu þær í þriðja sæti og Jón Ingi keppti með liði Dana sem komst í úrslit og tóku þeir með sér silfurverðlaun úr liðakeppninni.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru á mótinu.

 

Eldri fréttir...

powered by blogger



    © Karatefélagið Þórshamar • Gestir síðan 1.jan 2001