Brautarholti 22, 105 Reykjavík • Sími: 551 4003 • thorshamar@thorshamar.is


  Á döfinni
  Um félagið
  Um karate
  Orðalisti
  Dojo-kun
  Gráðunarkröfur
  Karatesaga Íslands
  Úrslit úr mótum
  Tenglar
  Myndir
  Spjall
  Póstlisti

 




 Næstu byrjendanámskeið hefjast í byrjun janúar 2005. Sláðu inn netfangið þitt í reitinn hér að neðan og við sendum þér tölvupóst um áramótin til að minna þig á það...  
   Netfang:
   

 


 
 

13.4.04

Kennsla hefst að nýju kl. 19 þriðjud. 13.apríl

Æfingar barna og unglinga falla niður þriðjudaginn 13.apríl en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl. 19:00 í húsnæðinu okkar í Brautarholtinu. Við munum leggja dýnur á þann hluta salarins sem vantar parket á þar til nýtt parket verður lagt. Á miðvikudag verður síðan kennsla frá kl. 17:20 rétt eins og venjulega.

 

12.4.04

Tveir nýir svartbeltingar

Eins og venja er á æfingabúðum hjá sensei Kawasoe var haldin dan gráðun og fór hún fram í íþróttahúsi Háskóla Íslands að þessu sinni. Tveir bættust í hóp svartbeltinga í Þórshamri, þeir Jón Einarsson og Davíð Guðjónsson. Að auki tóku Sólveig Sigurðardóttir og Magnús Eyjólfsson (Breiðabliki) 2. dan og Jón Ingi Þorvaldsson tók 3.dan.



Við óskum þeim innilega til hamingju með nýju gráðuna! Ath. ef smellt er á myndina hér að ofan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á æfingabúðunum og á kyu-gráðun á laugardag.

 

5.4.04

Æfingar næstu daga

Tekist hefur að útvega aðstöðu fyrir æfingar næstu daga sem hér segir:

Æfingar I. flokks og M.flokks, mánudag og miðvikudag, og II. flokks og byrjenda á þriðjudag, kl. 19 og 20, verða í íþróttasal MR (grátt hús á bak við aðalbygginguna). Ath. að það er aðeins einn sturtuklefi í húsinu og mjög fáar sturtur, við hvetjum ykkur því til að fara í sturtu heima ef þið getið.

Æfingabúðir með Sensei Kawasoe verða í Smáranum á fimmtudag, Íþróttahúsi HÍ við Suðurgötu á föstudaginn (langa) og svo aftur í Smáranum á laugardag.

Eins og fram hefur komið þá falla æfingar niður í barna- og unglingaflokkum fram yfir páska.

Að öllum líkindum munum við svo geta æft í salnum okkar eftir páska með dýnur á þeim hluta salarins sem vantar parket á. Nánari upplýsingar verða sendar út um það á mánudaginn.

 

5.4.04

Æfingabúðir með Sensei Kawasoe

Yfirþjálfari okkar, Sensei Masao Kawasoe 8. dan, heimsækir okkur dagana 8.-10. apríl og heldur æfingabúðir sem fara munu fram í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi og íþróttahúsi HÍ við Suðurgötu.

Dagskrá:

Fimmtudagur (Skírdagur) - Smárinn
18:00-19:00     10.–8.kyu
19:00-20:00 7.–4.kyu
20:00-21:15 3.kyu–4.Dan
Föstudagur (Föstudagurinn langi) - Íþróttahús HÍ
12:00-13:00 10.–8.kyu
13:00-14:00 7.–4.kyu
14:00-15:15 3.kyu–4.Dan
15:30-16:30 Dan gráðun
Laugardagur - Smárinn
10:00-11:15 10.–4.kyu
11:15-12:30 3.kyu–4.Dan
12:30-14:00 Hlé
14:00-15:30 Gráðun - II. flokkur (9.-7.kyu)
15:30-17:00 Gráðun - I. flokkur (8.-4. kyu)
17:00-18:00 Gráðun - Meistaraflokkur (3.-2.kyu)
Verð:
Allar æfingar: 3.500 kr.
Stök æfing: 1.500 kr.
Gráðun: 1.000 kr.

 

4.4.04

Skemmdir vegna vatnsleka

Miklar skemmdir urðu á húsnæði okkar vegna vatnsleka aðfararnótt laugardagsins 3.apríl og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá er ástandið ekki glæsilegt. Skipta þarf um nánast allt parket á gólfum og mun það að öllum líkindum taka 4-5 vikur.

Af þessum völdum falla allar æfingar barna- og unglingahópa niður þessa viku og gráðanir sem fyrirhugaðar voru í þessari viku frestast fram yfir páska.

Verið er að leita að öðru húsnæði, bæði fyrir æfingar og einnig fyrir æfingabúðir með Sensei Masao Kawasoe sem fram fara 8.-10. apríl. Fylgist með nánari tíðindum hér á vefnum og einnig á póstlista félagsins næstu daga.

 

2.4.04

Fullt hús stiga í bikarkeppni KAÍ

Þriðja bikarmót vetrarins fór fram fimmtudaginn 1.apríl. Jón Ingi Þorvaldsson er með fullt hús stiga, eða 30 stig, eftir þrjár umferðir og Sólveig Sigurðardóttir er stigahæst í kvennaflokki. 14 keppendur hafa hlotið stig í flokki karla en aðeins sex stúlkur hafa hlotið stig í kvennaflokki. Síðasta bikarmótið fer fram laugardaginn 24.apríl og um kvöldið verður haldið lokahóf KAÍ. Úrslitin eru komin á sinn stað á Úrslitasíðunni.

 

Eldri fréttir...

powered by blogger



    © Karatefélagið Þórshamar • Gestir síðan 1.jan 2001