Brautarholti 22, 105 Reykjavík • Sími: 551 4003 • thorshamar@thorshamar.is


  Á döfinni
  Um félagið
  Um karate
  Orðalisti
  Dojo-kun
  Gráðunarkröfur
  Karatesaga Íslands
  Úrslit úr mótum
  Tenglar
  Myndir
  Spjall
  Póstlisti

 




 Næstu byrjendanámskeið hefjast í byrjun janúar 2005. Sláðu inn netfangið þitt í reitinn hér að neðan og við sendum þér tölvupóst um áramótin til að minna þig á það...  
   Netfang:
   

 


 
 

23.11.03

Shotokan mótið

Shotokan meistaramót barna og unglinga fór fram í Smáranum um helgina og voru þátttakendur u.þ.b. 200 talsins. Okkar fólki gekk mjög vel á mótinu en keppendur frá Þórshamri unnu til 20 verðlauna af þeim 45 sem keppt var um. Myndir eru komnar inn á myndasíðuna og úrslit inn á úrslitasíðuna.

 

23.11.03

Edda fékk tvö brons

Íslenska landsliðið í karate náði góðum árangri á alþjóðlega mótinu Bohemia Cup, sem haldið var í Prag í Tékklandi nú um helgina. Þau sem kepptu fyrir hönd Íslands voru Edda Blöndal, Jón Ingi Þorvaldsson, Sólveig Sigurðardóttir og Jón Viðar Arnþórsson, öll úr Karatefélaginu Þórshamri.
Edda náði beztum árangri íslensku keppendanna en hún vann til bronzverðlauna í bæði +60kg. flokki og opnum flokki.
Jonni komst í undanúrslit í -75kg. flokki en tapaði naumlega viðureign um 3. sætið. Í opnum flokki keppti hann einnig um 3.sæti í uppreisnarglímu en náði ekki að krækja í bronzið.
Sólveig féll úr leik í fyrstu umferð í +60kg. flokki en komst í undanúrslit í opnum flokki. Jón Viðar keppti í bæði -80kg. flokki og opnum flokki en komst ekki í aðra umferð í sínum flokkum.
Þetta er fyrsta alþjóðlega mótið sem Sólveig og Jón Viðar taka þátt í fyrir hönd landsliðs Íslands en þau eru bæði margfaldir unglingameistarar.

 

16.11.03

Stórsigur á ÍM í kumite

Íslandsmótið í kumite fór fram laugardaginn 15.nóv. og lauk því með glæsilegum sigri Þórshamars.

Edda Blöndal varði Íslandsmeistaratitla sína í +57kg. flokki og opnum flokki og er það í 10. sinn sem hún vinnur opinn flokk kvenna. Kvennalið Þórshamars sem skipað var Sólveigu Sigurðardóttur og Auði Olgu Skúladóttur auk Eddu vann sigur í liðakeppninni og hampaði Edda því þremur Íslandsmeistaratitlum þriðja árið í röð.

Jón Ingi Þorvaldsson sigraði í -75kg. flokki og er þetta 9. árið í röð sem hann vinnur Íslandsmeistaratitil í sínum þyngdarflokki. Hann endurheimti einnig titilinn í Opnum flokki auk þess sem karla-lið Þórshamars endurheimti titilinn úr höndum Fylkis þannig að Jón Ingi varð í fyrsta sinn þrefaldur Íslandsmeistari. Auk Jonna voru í liðinu Davíð Guðjónsson og Jón Viðar Arnþórsson.

Ingibjörg Arnþórsdóttir, systir Jóns Viðars, vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í -57kg. flokki og er þar með að öllum líkindum yngsti Íslandsmeistari í Karate frá upphafi eða aðeins 15 ára.

Nánari upplýsingar um úrslit má finna á úrslitasíðunni auk þess sem hér og hér má finna myndir frá mótinu. Hér er svo samantekt úr fréttum og helgarsporti í tveimur útgáfum: fyrir hægvirkar tengingar (4,5 MB) og fyrir hraðvirkari tengingar (16 MB)
(Hægri smellið á tenglana og veljið "Save Target as..." ef þið viljið vista myndskeiðin)

 

5.11.03

Þórshamar vinnur unglingamótið í kumite

Hér gefur að líta mynd af sigursælu unglingaliði Þórshamars sem sigraði á unglingamóti í kumite þ. 25. síðasta mánaðar. Nánari upplýsingar koma á úrslitasíðunni innan bráðar. Þórshamar hneppti 5 gull, 3 brons og 2 silfur.

 

5.11.03

Edda sigrar í Svíþjóð

Í síðasta mánuði fór Edda í karate helgarferð til Svíþjóðar. Í Helginni fólust æfingabúðir og keppni. Mótið var lokað og fyrir landsliðshóp Svía (ca. 60 manns skipt í junior /senior lið við 21 árs aldur). Það var hugsað sem æfinga og úrtökumót fyrir núverandi mótavertíð. Eddu var boðið á það sökum þess að í vor og sumar æfði hún með landsliðinu undir handleiðslu Reza Mahzeni, þjálfara karlaliðs þeirra Svía, og Lottu Berger, þálfara kvennaliðsins. Edda vann sína þrjá bardaga í +60 kg flokki og bar þannig sigur úr býtum. Við óskum henni til hamingju með það.

Annars er eftirfarandi á döfinni hjá landsliðshópi okkar Íslendinga:

Um helgina kemur Allan Busk og verður með æfingabúðir -

Þann 22. nóvember keppa eftirfarandi einstaklingar á Opna tékkneska meistaramótinu í Prag:
Edda Blöndal, Jón Ingi Þorvaldsson, Jón Viðar Arnþórsson, Sólveig Sigurðardóttir, öll úr Þórshamri, og Ingólfur Snorrason ásamt Andra úr Fylki.

Í janúar er svo von á danska liðinu og jafnvel hluta af því sænska hingað heim til þátttöku á æfingamóti. Rétt er að taka fram að þetta er enn óstaðfest.

Landsliðshópurinn stefnir að þátttöku á Evrópumeistaramótinu sem haldið verður í Moskvu í maí. Úrtaka í hópinn sem þangað fer hefur ekki farið fram enn.

Svo er hápunkturinn 18.-21. nóvember þegar liðið skellir sér á Heimsmeistaramótið í Mexíkó. Lesendum skal bent á að um stórfenglegan atburð er að ræða - algengt er að karateiðkendur fylki liði til stuðnings við sitt fólk og njóti þess að horfa á karate á heimsmælikvarða.

 

Eldri fréttir...

powered by blogger



    © Karatefélagið Þórshamar • Gestir síðan 1.jan 2001